Eftir æfingu Víkings í hádeginu í dag ræddi Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, stuttlega við Fótbolta.net.
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.
„Þetta er mjög spennandi, þetta eru leikirnir sem allir bíða eftir að spila," segir Nikolaj Hansen, danski sóknarmaðurinn,
Hann segir að liðið sé búið að horfa á klippur og skoða vel hvar sé hægt að herja á andstæðingana í leiknum á morgun. Meðal annars hafi verið horft á brot úr leikjum liðsins gegn Breiðabliki í fyrra.
„Shamrock er með gæði og þetta verður mjög erfiður leikur, en við verðum að ná í góð úrslit á morgun," segir Nikolaj en hann segist meira en tilbúinn að eiga við varnarmenn Shamrock á morgun, hann elski það verkefni að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum.
„Í öllum svona góðum liðum verður að vera mikil samkeppni," segir Nikolaj um breidd Víkingsliðsins.
Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir