Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   mán 08. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir æfingu Víkings í hádeginu í dag ræddi Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, stuttlega við Fótbolta.net.

Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

„Þetta er mjög spennandi, þetta eru leikirnir sem allir bíða eftir að spila," segir Nikolaj Hansen, danski sóknarmaðurinn,

Hann segir að liðið sé búið að horfa á klippur og skoða vel hvar sé hægt að herja á andstæðingana í leiknum á morgun. Meðal annars hafi verið horft á brot úr leikjum liðsins gegn Breiðabliki í fyrra.

„Shamrock er með gæði og þetta verður mjög erfiður leikur, en við verðum að ná í góð úrslit á morgun," segir Nikolaj en hann segist meira en tilbúinn að eiga við varnarmenn Shamrock á morgun, hann elski það verkefni að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum.

„Í öllum svona góðum liðum verður að vera mikil samkeppni," segir Nikolaj um breidd Víkingsliðsins.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner