Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 08. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir æfingu Víkings í hádeginu í dag ræddi Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, stuttlega við Fótbolta.net.

Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

„Þetta er mjög spennandi, þetta eru leikirnir sem allir bíða eftir að spila," segir Nikolaj Hansen, danski sóknarmaðurinn,

Hann segir að liðið sé búið að horfa á klippur og skoða vel hvar sé hægt að herja á andstæðingana í leiknum á morgun. Meðal annars hafi verið horft á brot úr leikjum liðsins gegn Breiðabliki í fyrra.

„Shamrock er með gæði og þetta verður mjög erfiður leikur, en við verðum að ná í góð úrslit á morgun," segir Nikolaj en hann segist meira en tilbúinn að eiga við varnarmenn Shamrock á morgun, hann elski það verkefni að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum.

„Í öllum svona góðum liðum verður að vera mikil samkeppni," segir Nikolaj um breidd Víkingsliðsins.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner