Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   mán 08. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir æfingu Víkings í hádeginu í dag ræddi Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, stuttlega við Fótbolta.net.

Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

„Þetta er mjög spennandi, þetta eru leikirnir sem allir bíða eftir að spila," segir Nikolaj Hansen, danski sóknarmaðurinn,

Hann segir að liðið sé búið að horfa á klippur og skoða vel hvar sé hægt að herja á andstæðingana í leiknum á morgun. Meðal annars hafi verið horft á brot úr leikjum liðsins gegn Breiðabliki í fyrra.

„Shamrock er með gæði og þetta verður mjög erfiður leikur, en við verðum að ná í góð úrslit á morgun," segir Nikolaj en hann segist meira en tilbúinn að eiga við varnarmenn Shamrock á morgun, hann elski það verkefni að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum.

„Í öllum svona góðum liðum verður að vera mikil samkeppni," segir Nikolaj um breidd Víkingsliðsins.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner