Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö kunnugleg andlit á æfingu landsliðsins í dag
Icelandair
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðskonan Edda Garðarsdóttir var viðstödd æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Edda, sem starfar sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks, er að koma inn í þjálfarateymi landsliðsins þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fer í fæðingarorlof í haust.

Gunnhildur Yrsa hefur starfað sem styrktarþjálfari landsliðsins frá því fyrr á þessu ári og hefur komið af krafti inn í það starf.

Edda, sem lék á sínum tíma 103 landsleiki, var aðalþjálfari KR 2016 og 2017 en síðustu ár hefur hún starfað með Nik Chamberlain hjá bæði Þrótti og Breiðabliki.

Þorvaldur Ingimundarson var einnig á æfingu Íslands í dag en hann starfaði lengi sem mikilvægur starfsmaður KSÍ í kringum kvennalandsliðið áður en hann hætti störfum 2022.

Hann er að aðstoða liðið í þessu eina verkefni núna í júlí á meðan sambandið reynir að finna annan starfsmann í kringum liðið. Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur var sagt upp störfum hjá KSÍ í síðasta mánuði en meginverkefni hennar voru tengd A-landsliði kvenna, öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.

Ísland mætir Þýskalandi á föstudaginn og Póllandi nokkrum dögum síðar. Liðið þarf einn sigur til að tryggja sæti sitt á EM. Allir leikmenn liðsins voru með á æfingunni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner