Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 09. ágúst 2022 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander: Hægt að búa til bíómynd um Aftureldingarliðið í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding vann gríðarlega sterkan og mikilvægan sigur á Þór/KA 1-0 á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Alexander Aron Davorsson þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

„Þetta er þannig í fótbolta, þeir sem hafa spilað þennan leik lengi vita það að ef maður skorar snemma gegn jafn góðu liði og Þór/KA er þá detturu til baka og þær sækja og sækja. Eins og ég sagði við þær í hálfleik að þá var mikill karakter að halda út í 45 mínútur," sagði Alexander.

Alexander hrósaði leikmannahópnum í hástert en það hafa orðið miklar mannabreytingar á liðinu í allt sumar. Þar á meðal komu fimm nýir leikmenn inn í EM hléinu.

„Ég verð bara að hrósa leikmönnum mjög mikið, þetta er þriðja liðið sem við búum til í sumar, það er hægt að búa til heila bíómynd eins og Víkingarnir gerðu, um Aftureldingarliðið í sumar, þetta hafa bara verið leikmenn út og leikmenn inn. Þessir leikmenn sem hafa verið frá byrjun eru þeir leikmenn sem eru að hjálpa þeim leikmönnum sem eru að koma inn. Það er ótrúlega dýrmætt að vera í svona liði," sagði Alexander.

„Það sýnir hversu mikill karakter þetta er, það var engin tilviljun að við fórum upp í fyrra, ég get ekki hrósað þessum leikmönnum meira."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner