Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 09. ágúst 2022 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander: Hægt að búa til bíómynd um Aftureldingarliðið í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding vann gríðarlega sterkan og mikilvægan sigur á Þór/KA 1-0 á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Alexander Aron Davorsson þjálfari liðsins var að vonum ánægður með sigurinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

„Þetta er þannig í fótbolta, þeir sem hafa spilað þennan leik lengi vita það að ef maður skorar snemma gegn jafn góðu liði og Þór/KA er þá detturu til baka og þær sækja og sækja. Eins og ég sagði við þær í hálfleik að þá var mikill karakter að halda út í 45 mínútur," sagði Alexander.

Alexander hrósaði leikmannahópnum í hástert en það hafa orðið miklar mannabreytingar á liðinu í allt sumar. Þar á meðal komu fimm nýir leikmenn inn í EM hléinu.

„Ég verð bara að hrósa leikmönnum mjög mikið, þetta er þriðja liðið sem við búum til í sumar, það er hægt að búa til heila bíómynd eins og Víkingarnir gerðu, um Aftureldingarliðið í sumar, þetta hafa bara verið leikmenn út og leikmenn inn. Þessir leikmenn sem hafa verið frá byrjun eru þeir leikmenn sem eru að hjálpa þeim leikmönnum sem eru að koma inn. Það er ótrúlega dýrmætt að vera í svona liði," sagði Alexander.

„Það sýnir hversu mikill karakter þetta er, það var engin tilviljun að við fórum upp í fyrra, ég get ekki hrósað þessum leikmönnum meira."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.


Athugasemdir