Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. ágúst 2022 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester hafnaði rúmlega 70 milljónum frá Chelsea
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að Chelsea sé að undirbúa nýtt tilboð í Wesley Fofana, franskan miðvörð Leicester City, eftir að hafa fengið rúmlega 70 milljón punda tilboði hafnað.


Leicester vill ekki selja þennan lykilmann en gæti neyðst til þess ef Chelsea heldur áfram að hækka tilboð sitt í leikmanninn.

Romano segist hafa heimildir fyrir því að Leicester hafi hafnað rúmlega 70 milljónum punda fyrir Fofana. Félagið ætlar ekki að selja miðvörðinn ódýrara heldur en Harry Maguire sem fór til Manchester United fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019.

Fofana er aðeins 21 árs gamall og gæti orðið annar miðvörðurinn til að ganga í raðir Chelsea í sumar eftir Kalidou Koulibaly. Félagið þarf þó að bjóða 80 milljónir punda eða meira til að eiga möguleika á að kaupa hann.

Varnarmaðurinn sjálfur er sagður vera spenntur fyrir því að ganga í raðir Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner