þri 09. ágúst 2022 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd gengur vel í viðræðum við Rabiot
Mynd: Getty Images

Manchester United er afar nálægt því að ganga frá kaupum á franska miðjumanninum Adrien Rabiot frá Juventus fyrir um 15 milljónir punda.


Ítalska stórveldið vill losna við miðjumanninn sem kom á frjálsri sölu frá PSG eftir að hafa verið gífurlega eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu sumarið 2019.

Rabiot spilaði 129 leiki á þremur árum hjá Juve og hefur Erik ten Hag miklar mætur á honum. Ten Hag hringdi sjálfur í Rabiot til að sannfæra hann um að flytja til Englands.

Man Utd og Juve eru búin að ná samkomulagi um kaupverð en stærsta hindrunin eru samningsviðræðurnar þar sem móðir leikmannsins, Veronique Rabiot, er þekkt fyrir að vera erfið viðureignar.

Þrátt fyrir það eru samningsviðræðurnar að ganga vel samkvæmt helstu fjölmiðlum Ítalíu. Stjórnendur Man Utd eru í sambandi við Veronique á meðan Ten Hag hefur átt nokkur samtöl við Adrien.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner