Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. september 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári um leikinn á morgun: Það er allt undir
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið kom til Albaníu í gærkvöldi og leikur liðið við heimamenn á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.

Með sigri geta Íslendingar farið upp í 15 stig og skilið Albaníu eftir, aðeins með sex stig. Þá má búast við þriggja hesta kapphlaupi á milli Frakklands, Íslands og Tyrklands um efstu tvö sæti riðilsins.

„Þetta er hörkulið. Við vorum í smá vandræðum með þá heima og náðum að vinna þá 1-0," sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska liðsins, eftir 3-0 sigurinn á Moldóvu síðasta laugardag.

„Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfiður leikur við erfiðar aðstæður."

„Það er allt undir. Það gerir þetta erfitt ef við erum að misstíga okkur. Við þurfum bara að klára okkar leiki."

Viðtalið við Kára er hér að neðan í heild sinni.
Kári Árna: Af hverju að breyta vinningsliði?
Athugasemdir
banner
banner