Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 09. september 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo ætlar að ná markameti Ali Daei
Cristiano Ronaldo varð fyrsti evrópski leikmaðurinn í sögunni til að skora 100 mörk með landsliðið þegar hann skoraði hundraðasta mark sitt fyrir Portúgal í 2-0 sigri gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni í gær.

Ali Daie, frá Íran, er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann skoraði á ferli sínum 109 mörk með landsliðinu.

Hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur sett stefnuna á að bæta met hans.

„Ég náði hundrað mörkunum og núna ætla ég að ná metinu," sagði Ronaldo.

„Ég er ekki of mikð að stressa mig því ég tel að met komi á náttúrulegan hátt."

Hér að neðan má sjá 100. landsliðsmark Ronaldo af vef Vísis.


Athugasemdir