Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   mið 09. september 2020 21:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Sveindís átti frábæran leik fyrir Blika, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt og var kampakát eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið."

"Við vorum mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðum ekki að skapa okkur mikið, svo komu smá klaufamistök í vörninni og gefum þeim eitt mark en það varð ekki að sök."

Blikar komu gríðarlega ákveðnar í seinni hálfleik, hvað sagði Steini við þær í hálfleik?

"Hann sagði okkur bara að halda áfram, við gætum allar bætt okkur um 10% og við komum bara ótrúlega grimmar í seinni hálfleikinn. Við vissum sjálfar að við gætum gert betur."

Sveindís spilar nú upp á topp eftir að Berglind fór út Frakklands. Hvernig líst Sveindísi á þetta nýja hlutverk í liðinu?

"Ég er von því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði en ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Mikið vanari að spila þar og hef mjög gaman að þessu."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Er markmið hjá henni að tryggja sér hann?

"Mjög ánægð með mörkin en mér er svosem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Sveindís meða annars um toppbaráttuna við Val.
Athugasemdir
banner
banner