Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
   mið 09. september 2020 21:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Sveindís átti frábæran leik fyrir Blika, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt og var kampakát eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið."

"Við vorum mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðum ekki að skapa okkur mikið, svo komu smá klaufamistök í vörninni og gefum þeim eitt mark en það varð ekki að sök."

Blikar komu gríðarlega ákveðnar í seinni hálfleik, hvað sagði Steini við þær í hálfleik?

"Hann sagði okkur bara að halda áfram, við gætum allar bætt okkur um 10% og við komum bara ótrúlega grimmar í seinni hálfleikinn. Við vissum sjálfar að við gætum gert betur."

Sveindís spilar nú upp á topp eftir að Berglind fór út Frakklands. Hvernig líst Sveindísi á þetta nýja hlutverk í liðinu?

"Ég er von því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði en ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Mikið vanari að spila þar og hef mjög gaman að þessu."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Er markmið hjá henni að tryggja sér hann?

"Mjög ánægð með mörkin en mér er svosem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Sveindís meða annars um toppbaráttuna við Val.
Athugasemdir
banner