Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. september 2021 14:38
Elvar Geir Magnússon
Boateng neitar að hafa lamið fyrrum kærustu sína
Boateng ásamt Kai Walden, lögfræðingi sínum.
Boateng ásamt Kai Walden, lögfræðingi sínum.
Mynd: Getty Images
Þýski fótboltamaðurinn Jerome Boateng mætti í dómssal í München í dag en hann er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi 2018.

Varnarmaðurinn er sakaður um að hafa meitt Sherin S, sem er móðir tvíburadætra þeirra, eftir rifrildi þegar fjölskyldan var saman í fríi.

Boateng, sem er 33 ára fyrrum leikmaður Bayern München, neitar sök en ef hann verður dæmdur sekur gæti hann fengið sekt eða verið dæmdur í fimm ára fangelsi.

Boateng mætti í dómshúsið í fylgd lífvarða.

Hann er sakaður um að hafa kastað lampa og kæliboxi í Sherin, slegið hana og togað í hár hennar.

Boateng er með aðra útgáfu af sögunni og segir að rifrildi hafi skapast í kjölfarið að þau voru að spila. Hann segir að Sherin hafi orðið árásargjörn og slegið hann. Þegar hann hafi ýtt henni frá sér þá hafi hún dottið. Hann hafi kastað kodda í borð og þá hafi lampinn fallið á gólfið.

Boateng vann 22 bikara hjá Bayern, þar á meðal Meistaradeildina í tvígang og Bundesliguna níu sinnum. Í sumar fór hann til franska félagsins Lyon á frjálsri sölu.

Í febrúar fannst fyrrum kærasta Boateng, fyrirsætan Kasia Lenhardt látin eftir að hún tók eigið líf í íbúð sinni í Berlín. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að þau hafi verið nýhætt saman þegar hún tók eigið líf.
Athugasemdir
banner
banner
banner