Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. september 2021 16:18
Elvar Geir Magnússon
Japan hættir við að halda HM félagsliða
Mynd: Getty Images
Japan hefur hætt við að halda HM félagsliða í desember vegna strangra sóttvarnarreglna í landinu.

Japanska fótboltasambandið tilkynnti FIFA þetta í dag og segist einfaldlega ekki vera í stöðu til að halda keppnina.

Meistarar hverrar álfu keppa á mótinu en enska liðið Chelsea er fulltrúi Evrópu sem sigurvegari Meistaradeildarinnar.

FIFA mun tilkynna bráðlega hvaða þjóð mun halda keppnina.

Staðan í Japan er mjög slæm og þjóðin er að glíma við sína verstu Covid bylgju til þessa.

Bayern München vann HM félagsliða 2020 en keppnin var haldin í Katar. Leikið var í febrúar á þessu ári en keppninni var frestað vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner