Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool vill fá Bellingham næsta sumar
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur mikinn áhuga á því að fá enska landsliðsmanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund næsta sumar en þýski blaðamaðurinn Patrick Berger greinir frá þessu.

Bellingham er aðeins 18 ára gamall en hann var keyptur til Dortmund frá Birmingham á síðasta ári.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann brotið sér leið inn í aðallið Dortmund og er nú partur af enska landsliðshópnum.

Samkvæmt Berger, sem vinnur fyrir Sport1 í Þýskalandi, þá hefur Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mikinn áhuga á að fá Bellingham næsta sumar.

Dortmund hefur þó engan áhuga á að selja Bellingham og þá er engin klásúla í samningi hans,

Hann er samningsbundinn Dortmund til 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner