Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Blikar í riðlakeppnina?
Breiðablik á mikilvægan leik í dag
Breiðablik á mikilvægan leik í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir króatíska liðinu ZNK Osijek í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld en sigurvegarinn fer áfram í riðlakeppnina.

Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli út í Króatíu og eiga því Blikar góðan möguleika á að komast áfram.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og fer fram á Kópavogsvelli.

Blikinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á láni hjá Apollon frá Kýpur en liðið mætir Zhytlobud-1 frá Úkraínu klukkan 15:00. Úkraínska liðið vann fyrri leikinn 2-1.

Leikur dagsins:
15:00 Zhytlobud-1 - Apollon
17:00 Breiðablik-ZNK Osijek (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner