Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. september 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suður-Afríka hvetur til bólusetninga með frímiðum
Mynd: EPA
Það er mikið af fólki í Suður-Afríku smeykt við að láta bólusetja sig við kórónaveirunni.

Til þess að stuðla að aukinni bólusetningu meðal almennings hafa stjórnvöld í Suður-Afríku ákveðið að bjóða bólusettum þegnum sínum frítt á mikilvægan toppslag við Eþíópíu í undankeppni fyrir HM á næsta ári.

Danny Jordaan, forseti knattspyrnusambandsins í Suður-Afríku, greindi frá því að þetta myndi gilda um helming allra miða sem verða í boði á leiknum.

Markmið ríkisstjórnar Suður-Afríku er að bólusetja 40 milljón íbúa sem fyrst, en aðeins 10 milljónir eru bólusettar í dag. Rétt rúmlega helmingur óbólusettra er reiðubúinn til að láta bólusetja sig samkvæmt skoðanakönnun.

Óbólusettir einstaklingar mega ekki mæta á landsleiki Suður-Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner