Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. september 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bein lýsing
Í BEINNI - Dregið í umspilið fyrir HM
Icelandair
Stelpurnar okkar eru í pottinum.
Stelpurnar okkar eru í pottinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 11:30 hefst drátturinn fyrir umspilið sem verður spilað fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Stelpurnar okkar eru í pottinum eftir súrt tap gegn Hollandi fyrr í þessari viku.

Umspilið og er möguleiki á því að Íslandi endi í auka umspili í Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Hægt er að fræðast um umspilið með því að smella hérna.

Hér fyrir neðan verður fjallað um dráttinn í beinni textalýsingu. Endilega fylgist með!
11:39
Þetta fór nánast eins illa og það gat farið fyrir okkur. En það er bara hakan upp. Áfram gakk. Við klárum þetta.

Þessari lýsingu er þar með lokið.



Eyða Breyta
11:39
Sviss - Wales/Bosnía

Eyða Breyta
11:38
Skotland/Austurríki - Írland

Eyða Breyta
11:38
Jæja, þetta var skelfilegur dráttur fyrir okkur.

Eyða Breyta
11:37
Portúgal/Belgía - Ísland

Eyða Breyta
11:37
HVAÐA LIÐ FÁUM VIÐ?

Eyða Breyta
11:36
Núna er komið að öðru stigi þar sem við erum.

Eyða Breyta
11:36
Að fá annað hvort Wales eða Bosníu væri mjög gott held ég.

Eyða Breyta
11:36
Portúgal - Belgía

Eyða Breyta
11:35
Wales - Bosnía

Eyða Breyta
11:35
Skotland - Austurríki er fyrsta einvígið.

Eyða Breyta
11:35
Það er núna verið að draga á fyrra stig umspilsins.

Eyða Breyta
11:34
Það er núna verið að útskýra umspilið. Þetta er rosalega flókið, en það eina sem við þurfum að vita er að ef við vinnum leikinn okkar - þá förum við á HM í fyrsta sinn.



Eyða Breyta
11:32
Vonbrigði. Marchetti er ekki að draga.

Eyða Breyta
11:30
Þetta er að rúlla af stað

Eyða Breyta
11:26
Ég er orðinn spenntur. Ég vona persónulega að við fáum Írland á Laugardalsvelli líkt og fyrir EM 2009. Þá unnum við 3-0 á heimavelli og komumst á okkar fyrsta stórmót. Það var eftirminnilegur leikur þar sem spilað var við erfiðar aðstæður.

Eyða Breyta
11:23
Það styttist í þetta. Ætli kóngurinn Marchetti sé að draga? Elvar Geir, hans helsti aðdáandi, vonar það.



Eyða Breyta
11:13
Svona er staða liðanna sem enduðu í öðru sæti í undankeppninni. Ísland er þarna í öðru sæti og sleppir því við fyrri hluta umspilsins, fer beint á annað stig.



Eyða Breyta
11:09
Ógeðslega ósanngjarnt
Það verður dregið um það hvort við fáum heimaleik þann 11. október. Þetta er bara einn úrslitaleikur.

Sindri Sverrisson, fréttamaður á Vísi, skrifaði góðan pistil um það hvað það væri ósanngjarnt að við værum ekki bókað að fá heimaleik. "Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni," skrifar Sindri og er vel hægt að taka undir með honum.

Ísland náði góðum árangri í undankeppninni og er efst liðanna á heimslistanum, en gæti samt endað með útileik.



Eyða Breyta
11:09
Mögulegir mótherjar Íslands þann 11. október eru: Sviss, Írland, Austurríki, Belgía, Skotland, Portúgal, Wales og Bosnía.

Þetta eru allt lið sem eru lægra skrifuð en við á heimslista FIFA.

Eyða Breyta
11:05
Förum beint á HM með sigri
Tvö af liðunum sem vinna einvígin í annarri umferð fara beint á mótið en þriðja liðið fer í annað auka umspil á Nýja-Sjálandi - þar sem mótið verður meðal annars haldið - í febrúar á næsta ári.

Til þess að ákveða hvaða lið fara beint á mótið og hvaða eitt lið fer í auka umspil hinum megin á hnettinum þá eru tekin saman úrslit í undankeppninni og í seinni hluta umspilsins.

Við förum alltaf beint á HM ef við vinnum leikinn sem við fáum 11. október í venjulegum leiktíma eða í framlengingu. Ef við vinnum í vítakeppni, þá gætum við endað í Nýja-Sjálandi í febrúar og ef við töpum, þá förum við ekki á HM.



Eyða Breyta
11:04
Förum beint á annað stig umspilsins
Leiðin verður aðeins greiðari fyrir okkur Íslendinga í þessu umspili þar sem við vorum eitt af þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur í riðlunum í undankeppni UEFA fyrir HM 2023.

Það voru níu riðlar og þrjú bestu liðin í öðru sæti fara beint áfram í aðra umferð undankeppninnar. Hin sex liðin spila innbyrðis um að komast á það stig.

Þau þrjú lið sem vinna í fyrstu umferð dragast svo gegn liðunum þremur sem fóru beint áfram í aðra umferð. Verður spilaður einn leikur þann 11. október og gæti Ísland fengið heimaleik þar, en það verður dregið um það.



Eyða Breyta
11:03


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner