banner
   fös 09. september 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Ligt: Meiri ákefð á æfingum hjá Bayern en Juventus
Mynd: EPA

Matthjis de Ligt varnarmaður Bayern Munchen hefur náð að festa sig í sessi í liðinu í undanförnum leikjum.


Hann spilaði aðeins samtals 22 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni en hefur byrjað fjóra af síðustu fimm leikjum liðsins. Þessi 23 ára gamli miðvörður gekk til liðs við þýska félagið frá Juventus í sumar.

Hann lék 74. mínútur í 2-0 sigri liðsins á Inter í Meistaradeildinni í vikunni. Eftir leikinn tjáði hann sig um muninn á æfingum hjá Juventus og Bayern.

„Það er erfitt hjá báðum en þetta snýst meira um taktík á Ítalíu, minna um ákefð og miklu minna um spretti," sagði De Ligt.

Bayern tekur á móti Stuttgart í þýsku deildinni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner