Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 09. september 2022 20:50
Unnar Jóhannsson
Nonni: Tinna búin að vera besti markvörður deildarinnar í sumar
Búin að stíga upp eftir erfiða eldskírn í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson þjálfari Fylkis var sáttur með margt í leik síns liðs í kvöld á Kaplakrikavelli.

„Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin, vissulega má segja að FH-ingar hafi fengið hættulegri færi. Við fengum svo sannarlega færi í fyrri hálfleik til þess að koma okkur yfir." Sagði Nonni.

Þetta var níunda jafnteflið liðsins í sumar.

„Þú vinnur ekki ef þú skorar ekki mörk og það er svolítið sagan okkar í sumar. Varnarleikurinn hefur verið nokkuð þéttur. Okkur hefur vantað mörk og það er það erfiðasta við fótbolta að skora mörk." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

Tinna Brá átti frábæran leik í marki Fylkis.

„Tinna er búin að vera frábær í allt sumar og að mínu viti besti markvörður deildarinnar í sumar. Frábært eftir erfiða eldskírn í fyrra, hún er búin að stíga upp og þvílíkar framfarir." 

„Úr því sem komið er, við erum búnar að lenda í því tvisvar sinnum í sumar að búa til nýtt lið, annarsvegar í byrjun tímabils og svo fóru slatti af leikmönnum og við misstum menn í meiðsli eftir Haukaleikinn. Við ætlum okkur að gera betur á næsta tímabili, það er klárt mál." sagði Nonni þegar hann var spurður út í tímabilið í heild.

Síðasti leikur tímabilsins er á móti Grindavík.

„Gaman að fá Grindvíkingana heim, vonandi fáum við gott veður og skemmtilegan fótbolta. Ég ætla mér að taka 3 stig það er klárt, ég væri til í stigin þrjú en ekki alltaf eitt." 

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner