PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   fös 09. september 2022 20:50
Unnar Jóhannsson
Nonni: Tinna búin að vera besti markvörður deildarinnar í sumar
Búin að stíga upp eftir erfiða eldskírn í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson þjálfari Fylkis var sáttur með margt í leik síns liðs í kvöld á Kaplakrikavelli.

„Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin, vissulega má segja að FH-ingar hafi fengið hættulegri færi. Við fengum svo sannarlega færi í fyrri hálfleik til þess að koma okkur yfir." Sagði Nonni.

Þetta var níunda jafnteflið liðsins í sumar.

„Þú vinnur ekki ef þú skorar ekki mörk og það er svolítið sagan okkar í sumar. Varnarleikurinn hefur verið nokkuð þéttur. Okkur hefur vantað mörk og það er það erfiðasta við fótbolta að skora mörk." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

Tinna Brá átti frábæran leik í marki Fylkis.

„Tinna er búin að vera frábær í allt sumar og að mínu viti besti markvörður deildarinnar í sumar. Frábært eftir erfiða eldskírn í fyrra, hún er búin að stíga upp og þvílíkar framfarir." 

„Úr því sem komið er, við erum búnar að lenda í því tvisvar sinnum í sumar að búa til nýtt lið, annarsvegar í byrjun tímabils og svo fóru slatti af leikmönnum og við misstum menn í meiðsli eftir Haukaleikinn. Við ætlum okkur að gera betur á næsta tímabili, það er klárt mál." sagði Nonni þegar hann var spurður út í tímabilið í heild.

Síðasti leikur tímabilsins er á móti Grindavík.

„Gaman að fá Grindvíkingana heim, vonandi fáum við gott veður og skemmtilegan fótbolta. Ég ætla mér að taka 3 stig það er klárt, ég væri til í stigin þrjú en ekki alltaf eitt." 

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir