Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 09. september 2022 20:50
Unnar Jóhannsson
Nonni: Tinna búin að vera besti markvörður deildarinnar í sumar
Búin að stíga upp eftir erfiða eldskírn í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson þjálfari Fylkis var sáttur með margt í leik síns liðs í kvöld á Kaplakrikavelli.

„Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin, vissulega má segja að FH-ingar hafi fengið hættulegri færi. Við fengum svo sannarlega færi í fyrri hálfleik til þess að koma okkur yfir." Sagði Nonni.

Þetta var níunda jafnteflið liðsins í sumar.

„Þú vinnur ekki ef þú skorar ekki mörk og það er svolítið sagan okkar í sumar. Varnarleikurinn hefur verið nokkuð þéttur. Okkur hefur vantað mörk og það er það erfiðasta við fótbolta að skora mörk." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

Tinna Brá átti frábæran leik í marki Fylkis.

„Tinna er búin að vera frábær í allt sumar og að mínu viti besti markvörður deildarinnar í sumar. Frábært eftir erfiða eldskírn í fyrra, hún er búin að stíga upp og þvílíkar framfarir." 

„Úr því sem komið er, við erum búnar að lenda í því tvisvar sinnum í sumar að búa til nýtt lið, annarsvegar í byrjun tímabils og svo fóru slatti af leikmönnum og við misstum menn í meiðsli eftir Haukaleikinn. Við ætlum okkur að gera betur á næsta tímabili, það er klárt mál." sagði Nonni þegar hann var spurður út í tímabilið í heild.

Síðasti leikur tímabilsins er á móti Grindavík.

„Gaman að fá Grindvíkingana heim, vonandi fáum við gott veður og skemmtilegan fótbolta. Ég ætla mér að taka 3 stig það er klárt, ég væri til í stigin þrjú en ekki alltaf eitt." 

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner