Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 09. september 2022 20:50
Unnar Jóhannsson
Nonni: Tinna búin að vera besti markvörður deildarinnar í sumar
Búin að stíga upp eftir erfiða eldskírn í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson þjálfari Fylkis var sáttur með margt í leik síns liðs í kvöld á Kaplakrikavelli.

„Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin, vissulega má segja að FH-ingar hafi fengið hættulegri færi. Við fengum svo sannarlega færi í fyrri hálfleik til þess að koma okkur yfir." Sagði Nonni.

Þetta var níunda jafnteflið liðsins í sumar.

„Þú vinnur ekki ef þú skorar ekki mörk og það er svolítið sagan okkar í sumar. Varnarleikurinn hefur verið nokkuð þéttur. Okkur hefur vantað mörk og það er það erfiðasta við fótbolta að skora mörk." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

Tinna Brá átti frábæran leik í marki Fylkis.

„Tinna er búin að vera frábær í allt sumar og að mínu viti besti markvörður deildarinnar í sumar. Frábært eftir erfiða eldskírn í fyrra, hún er búin að stíga upp og þvílíkar framfarir." 

„Úr því sem komið er, við erum búnar að lenda í því tvisvar sinnum í sumar að búa til nýtt lið, annarsvegar í byrjun tímabils og svo fóru slatti af leikmönnum og við misstum menn í meiðsli eftir Haukaleikinn. Við ætlum okkur að gera betur á næsta tímabili, það er klárt mál." sagði Nonni þegar hann var spurður út í tímabilið í heild.

Síðasti leikur tímabilsins er á móti Grindavík.

„Gaman að fá Grindvíkingana heim, vonandi fáum við gott veður og skemmtilegan fótbolta. Ég ætla mér að taka 3 stig það er klárt, ég væri til í stigin þrjú en ekki alltaf eitt." 

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner