Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 09. september 2022 20:50
Unnar Jóhannsson
Nonni: Tinna búin að vera besti markvörður deildarinnar í sumar
Búin að stíga upp eftir erfiða eldskírn í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson þjálfari Fylkis var sáttur með margt í leik síns liðs í kvöld á Kaplakrikavelli.

„Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin, vissulega má segja að FH-ingar hafi fengið hættulegri færi. Við fengum svo sannarlega færi í fyrri hálfleik til þess að koma okkur yfir." Sagði Nonni.

Þetta var níunda jafnteflið liðsins í sumar.

„Þú vinnur ekki ef þú skorar ekki mörk og það er svolítið sagan okkar í sumar. Varnarleikurinn hefur verið nokkuð þéttur. Okkur hefur vantað mörk og það er það erfiðasta við fótbolta að skora mörk." 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Fylkir

Tinna Brá átti frábæran leik í marki Fylkis.

„Tinna er búin að vera frábær í allt sumar og að mínu viti besti markvörður deildarinnar í sumar. Frábært eftir erfiða eldskírn í fyrra, hún er búin að stíga upp og þvílíkar framfarir." 

„Úr því sem komið er, við erum búnar að lenda í því tvisvar sinnum í sumar að búa til nýtt lið, annarsvegar í byrjun tímabils og svo fóru slatti af leikmönnum og við misstum menn í meiðsli eftir Haukaleikinn. Við ætlum okkur að gera betur á næsta tímabili, það er klárt mál." sagði Nonni þegar hann var spurður út í tímabilið í heild.

Síðasti leikur tímabilsins er á móti Grindavík.

„Gaman að fá Grindvíkingana heim, vonandi fáum við gott veður og skemmtilegan fótbolta. Ég ætla mér að taka 3 stig það er klárt, ég væri til í stigin þrjú en ekki alltaf eitt." 

Nánar er rætt við Nonna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner