Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tekinn úr loftinu eftir umdeilt tíst um drottninguna
Trevor Sinclair.
Trevor Sinclair.
Mynd: Getty Images
Útvarpsstöðin TalkSport hefur tekið Trevor Sinclair úr loftinu eftir að skrif hans um Elísabetu Englandsdrottningu á Twitter gerðu allt brjálað.

Sinclair skrifaði að hörundsdökkt fólk ætti ekki að syrgja Elísabetu, sem lést í gær 96 ára að aldri. Hann segir að hún hafi leyft kynþáttafordómum að viðgangast á sinni valdatíð.

„Rasismi var gerður útlægur á Englandi á 7. áratugnum og hefur verið leyft að viðgangast, af hverju ætti þá fólk sem er dökkt á hörund að syrgja!!" skrifaði Sinclair.

Sinclair, sem er fyrrum landsliðsmaður Englands, var harðlega gagnrýndur fyrir skrif sin en færslan var síðan fjarlægð. Þá hefur aðgangur hans verið gerður óvirkur.

„Trevor Sinclair verður ekki í loftinu á meðan við rannsökum þessi skrif nánar. Við virðum rétt Trevor Sinclair til að segja sínar skoðanir á persónulegum samfélagsmiðlum en styðjum ekki umrætt tíst," segir í yfirlýsingu TalkSport.

Áður en Sinclair skrifaði færsluna sem vakti harkaleg viðbrögð hafði TalkSport sent samúðarkveðjur til konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðkum.
Athugasemdir
banner