Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Alexander Rafn á blaði danskra stórliða - Stefnir á ensku úrvalsdeildina
Alexander er fæddur árið 2010.
Alexander er fæddur árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Rafn Pálmason varð í síðasta mánuði yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi þegar hann kom inn á undir lok leiks KR og ÍA á Meistaravöllum.

Alexander, sem er leikmaður KR, var 14 ára og 147 daga gamall þegar hann kom inn á í sínum fyrsta leik. Hann er sonur fyrrum landsliðs- og atvinnumannsins Pálma Rafns Pálmasonar.

Alexander var í úrtakshóp U15 landsliðsins í sumar. Hann er gríðarlega mikið efni og fór fyrr í sumar á reynslu til Nordsjælland í Danmörku. Nordsjælland er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og selja þá svo áfram.

Í grein Vísis kemur svo fram að Alexander muni fara til FCK eftir að tímabilið hér á Íslandi klárast.

Í viðtali við Stefán Árna Pálsson var Alexander spurður hvar hann langar að spila þegar hann verður orðinn aðeins eldri.

„Er það ekki bara enska úrvalsdeildin? Ég held að það sé markmiðið." sagði Alexander í viðtalinu. Hann sagði svo að hans lið í ensku úrvalsdeildinni væri Arsenal.

Nafn Alexanders kom fyrst við sögu hér á Fótbolta.net árið 2019 eins og sjá má hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner