Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 09. september 2024 17:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Ben kallaði leikþáttinn hjá Tyrkjum - Güler og Calhanoglu byrja
Icelandair
Arda Guler á æfingunni í gær. Hann er leikmaður Real Madrid.
Arda Guler á æfingunni í gær. Hann er leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Gummi Ben las þetta eins og opna bók.
Gummi Ben las þetta eins og opna bók.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Calhanoglu er lykilmaður í liði Inter.
Calhanoglu er lykilmaður í liði Inter.
Mynd: EPA
Byrjunarlið Tyrklands fyrir leikinn gegn Íslandi hefur verið opinberað. Tyrkir voru með einhvern leikþátt í gangi í upphafi æfingarinnar í gær þar sem Arda Güler labbaði um með sjúkraþjálfara.

Hann hefur náð ótrúlega skjótum bata og er klár í að byrja leikinn. Fyrirliðinn Hakan Calhanoglu, fyrirliði liðsins, kemur þá inn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Wales á föstudag.

„Það var síðan einhver leikþáttur á æfingunni í gær. Hann [Arda Güler] labbaði bara um með sjúkraþjálfara en ég er sannfærður um að hann hafi verið með á æfingunni. Tyrkinn er góður leikari," sagði Gummi Ben, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, í innslagi sem birt var á Vísi fyrr í dag.

Alls eru sex breytingar hjá Tyrkjum milli leikja, tvær breytingar í varnarlínunni. Merih Demiral, leikmaður Al-Ahli og fyrrum leikmaður Juventus, kemur inn í vörnina fyrir Caglar Soyuncu sem er leikmaður Fenerbahce og fyrrum leikmaður Leicester.

Þá halda einungis tveir af fremstu sex leikmönnum liðsins sæti sínu frá leiknum gegn Wales. Arda Güler er annar þeirra og Ismail Yüksek er hinn. Burak Yilmaz, framherji Galatasaray, fékk rautt spjald gegn Wales og er í leikbanni í kvöld.

Leikurinn byrjar klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Byrjunarlið Tyrkja:
1. Mert Gunok (m)
3. Merih Demiral
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
9. Umut Nayir
10. Hakan Calhanoglu
13. Eren Elmali
14. Abdulkerim Bardakci
16. Ismail Yuksek
17. Irfan Can Kahveci
18. Mert Muldur
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner