Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 09. september 2024 08:58
Elvar Geir Magnússon
Arda Guler æfði ekki með liðinu í gær
Icelandair
Guler var við hlið sjúkraþjálfara á æfingunni í gær.
Guler var við hlið sjúkraþjálfara á æfingunni í gær.
Mynd: Getty Images
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: Getty Images
Þó Arda Guler hafi ekki tekið þátt í æfingu með liðsfélögum sínum í tyrkneska landsliðinu í gær, allavega þann tíma sem fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með, þá vill landsliðsþjálfarinn ekki útiloka þátttöku hans í leiknum gegn Íslandi í kvöld.

Guler haltraði af velli í markalausa jafnteflinu gegn Wales á föstudaginn. Hann var við hlið sjúkraþjálfara á æfingunni í gær.

„Arda Guler fékk högg í lok leiksins. Hann gat ekki gengið án óþæginda í gær. Þó hann æfi ekki með liðinu í dag þá munum við skoða það hvort hann gæti mögulega byrjað eða komið inn sem varamaður," sagði Vincenzo Montella, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á fréttamannafundi í gær.

Guler spilar fyrir Real Madrid og er kallaður hinn 'Tyrkneski Messi'. Hann er nítján ára og átti mark og stoðsendingu á EM í sumar. Guler er tilnefndur sem besti ungi leikmaður heims á Ballon'Dor verðlaunahátíðinni en sá sem hlýtur þann titill fær Kopa bikarinn.

Baris Alper Yilmaz, vængmaður Galatasaray, verður ekki með Tyrklandi í kvöld en hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Wales. Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner