Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 09. september 2024 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Quansah: Ég vil verða besti varnarmaður í Evrópu
Mynd: Getty Images

Jarrell Quansah, varnarmaður Liverpool, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar undir stjórn Arne Slot gegn Ipswich en það var stutt gaman fyrir unga varnarmanninn.


Hann var tekinn af velli í hálfleik og Ibrahima Konate kom inn á í hans stað og Quansah hefur ekkert komið við sögu síðan.

Þessi 21 árs gamli miðvörður gerir sér fulla grein fyrir því að hann þurfi að standa sig ansi vel til að eiga séns á því að spila fyrir Liverpool.

„Ég vil verða besti varnarmaður í Evrópu einn daginn. Ég er á móti bestu miðvörðum í heimi hjá Liverpool að mínu mati. Ég verð að vera einn besti miðvörður í Evrópu til að geta verið í byrjunarliðinu," sagði Quansah.

.


Athugasemdir
banner
banner
banner