„Við höfum oft verið þéttir varnarlega en sjaldan svona þéttir. Það er ekki algengt að maður muni ekki eftir einu einasta færi sem andstæðingurinn fær, sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 2-0 sigur á Tyrkjum í kvöld.
„Þetta verður ekkert mikið betra. Við vissum að við vorum að fá lið sem hentaði okkur vel að fá hingað í október rokið."
„Tyrkir eru með frábært lið en þegar við náum að gera þetta erfitt fyrir þá og láta þá pirra sig á veðrinu þá vissum við að við myndum að öllum líkindum vinna þennan leik."
Hannes átti sendingu inn fyrir á Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. Alfreð var of lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn.
„Ég lét hann aðeins heyra það inni í klefa. Það hefði ekki drepið hann að setja mark þarna og það hefði ekki verið amalegt að fá skráð assist í landsleik. Alfreð setti eitt og eigum við ekki að segja að hann hafi verið á pari."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















