Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gögnin komu einni sekúndu fyrir gluggalok: 23:59:59
Sander Svendsen er nýr leikmaður Brann.
Sander Svendsen er nýr leikmaður Brann.
Mynd: Getty Images
Það ríkti mikil óvissa með það hvort Norðmaðurinn Sander Svendsen hefði gengið í raðir Brann í Noregi frá OB í Danmörku áður en félagaskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni.

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, hefur núna staðfest félagaskipti Svendsen til Brann.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Brann að skiptin hafi gengið í gegn á allra síðustu stundu. Og þá er meint á allra síðustu stundu.

Brann sendi öll gögn sem átti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og gögnin haf svo farið til FIFA klukkan 23:59:59 - einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði.

Brann talar um að þetta sé mögulega heimsmet í því hversu nálægt gluggalokum hægt er að vera.

Jón Guðni Fjóluson gekk nýverið í raðir Brann og verða hann og Svendsen liðsfélagar.
Athugasemdir
banner
banner