Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Konaté um Ísrael: Við erum öll fólk sem vill lifa í friði
Mynd: EPA
Mynd: Liverpool
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konaté svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir landsleik Frakklands gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Leikurinn fer fram annað kvöld og verður spilaður í Bozsik Arena í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, þar sem ekki er hægt að keppa í Ísrael vegna stríðsástands á svæðinu.

Konaté var spurður út í ástandið í kringum Ísrael og gaf sitt álit á stöðu mála.

„Við ætlum ekki að segja að þetta sé leikur eins og hver annar leikur... þó það sé þannig í raunveruleikanum vegna þess að við erum að fara að spila fótbolta. Við vitum hvað er í gangi í heiminum, það sem við sjáum á samfélagsmiðlum er viðurstyggilegt. Ég hef ekki orðin til að lýsa þeim hryllingi sem við erum að upplifa og sjá á samfélagsmiðlum," sagði Konaté í dag.

„Ég óttast um börnin. Ímyndið ykkur átta eða tíu ára börn opna samfélagsmiðla í símanum sínum og sjá myndbönd af fólki vera afhöfðað. Við höfum enga hugmynd um hvaða áhrif þetta getur haft á komandi kynslóðir. Ég hef áhyggjur af næstu kynslóðum."

Varnarmaðurinn, sem leikur fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, hélt áfram og talaði meðal annars um árásir Ísraela á saklausa borgara í Palestínu og eigin vanmátt til að breyta hlutunum.

„Það er einn hlutur að berjast gegn hryðjuverkum en það særir mig þegar saklausir borgarar eru drepnir í massavís. Það er ekki hægt að hunsa þessar staðreyndir. Við viljum bara frið í heiminn. Trúarbrögð og deilumál skipta að lokum engu máli, við erum öll fólk sem vill fá að lifa í friði.

„Við getum lítið gert í stöðunni annað en að hjálpa öðrum í gegnum okkar hegðun, með orðum okkar og góðvild. Lífið er stutt og maður á að njóta þess."

Athugasemdir
banner
banner
banner