Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian Nökkvi verður ekki með U21
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson verður ekki með U21 landsliðinu í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM vegna meiðsla.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, staðfesti þetta við Fótbolta.net í morgun.

„Kristian er bara frá. Hann meiddist í síðasta leik með Ajax og er frá, því miður," sagði Ólafur Ingi.

Kristian, miðjumaður sem er á mála hjá Ajax í Hollandi, hefur mikið verið hluti af A-landsliðinu upp á síðkastið en hefur ekki verið í síðustu tveimur hópum þar. Hann var valinn í U21 landsliðið núna en verður ekki með í tveimur mikilvægum leikjum.

Kristall Máni Ingason, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, er þá tæpur fyrir verkefnið en hann er í leikbanni gegn Litháen á morgun.

Strákarnir eiga möguleika á því að komast á lokamót EM með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Litháen og Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner