Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 09. nóvember 2019 17:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sissoko: Vitum að við getum gert betur
Gengi Tottenham það sem af er tímabili hefur verið afar slæmt, liðið er búið að vinna þrjá af fyrstu tólf deildarleikjunum.

Tottenham gerði jafntefli við Sheffield United á heimavelli í dag, Moussa Sissoko ræddi um stöðu liðsins að leik loknum.

„Hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá okkur og hafa ekki verið að gera það á þessu tímabili. Afhverju staðan er svona, það veit ég ekki. Allir eru að reyna gera sitt besta en samt náum við ekki í úrslitin sem við viljum," sagði Sissoko.

„Öll lið ganga í gegnum erfiðleika, þetta er búið að vera frekar erfitt hjá okkur í nokkrar vikur núna. Það er ekkert annað að gera en að halda áfram að leggja mikið á sig og gera sitt besta á hverjum degi þar til allt verður betra."

„Við vitum hvað við getum, það eru mikil gæði í þessum leikmannahópi. Við vitum að við getum gert betur en þetta, vonandi náum við að snúa genginu við sem fyrst. Það er nóg eftir af þessu tímabili, í Meistaradeildinni erum við í góðum málum," sagði Sissoko að lokum.
Athugasemdir
banner