Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Smellur hjá okkur þegar á hólminn er komið
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Hann ræddi þar um komandi landsleik gegn Ungverjalandi í næstu viku. Það er úrslitaleikur um sæti á EM, en leikurinn fer fram í Ungverjalandi.

Hannes, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson hafa ekkert spilað síðan í síðasta landsliðsverkefni og þeir hafa einnig ekki mátt æfa venjulega undanfarna daga samkvæmt reglum á Íslandi.

Ísland mun æfa í Augsburg í Þýskalandi fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. Hannes telur að það verði ekki vandamál að hann hafi ekki spilað í um mánuð þegar komið er út í leikinn gegn Ungverjum.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég þarf að fara óhefðbundnar leiðir til að halda mér í standi fyrir landsleik," sagði Hannes.

„Það hefur oft gerst áður að það þurfi að brúa eitthvað mánaðarbil, spila á undirbúningstímabili eða eitthvað svoleiðis. Ég held að það verði ekkert mál. Það hefur oft verið þannig með okkur í landsliðinu; það er allur gangur á því hvernig standi menn eru í en einhvern veginn virðist það vera þegar á hólminn er komið að þá smellur það hjá okkur."

„Ég held að það verði nákvæmlega þannig hjá okkur sem höfum þurft að halda okkur í formi síðustu vikur."

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner