Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 09. nóvember 2024 15:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlin með tvennu og Katla með stoðsendingatvennu
Fyrsta mark Sigdísar kom í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad heimsótti Trelleborg í síðustu umferð sænsku deildarinnar í dag.

Staðan var orðin 3-0 fyrir Kristianstad snemma í seinni hálfleik en Katla Tryggvadóttir lagði upp tvö markana. Kristianstad bætti við tveimur mörkum og vann 5-0 en Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö síðustu mörk liðsins. Hlín skoraði alls 15 mörk á tímabilinu og endaði næstmarkahæst í deildinni, frábærlega gert hjá landsliðskonunni.

Sigdís Eva Bárðardóttir kom Norrköping yfir gegn AIK þegar hún skoraði eftir að hafa fylgt eftir skoti samherja síns. Hún var tekin af velli eftir klukkutíma leik og AIK náði að snúa blaðinu við með tveimur mörkum í kjölfarið.

Norrköping tókst að jafna en aftur komst AIK yfir og 3-2 sigur AIK staðreynd. Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í byrjunarliði sænsku meistarana í Rosenborg þegar liðið vann 3-0 gegn Djurgarden en Rosengard tapaði aðeins einum leik á tímabilinu.

Maria Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Linköping sem vann Vittsjö 3-2. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir komu inn á sem varamenn þegar Örebro tapaði 2-1 gegn Vaxjö en Örebro er fallið. Hjá Vaxjö var Bryndís Arna Níelsdóttir í byrjunarliðinu og Þórdís Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður.


Athugasemdir
banner
banner