Sædís Rún Heiðarsdóttir átti frábæran leik þegar norsku meistararnir í Valerenga lögðu Arna-Bjornar af velli í deildinni.
Sædís kom liðinu yfir strax á 5. mínútu en tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Arna-Bjornar minnkaði muninn í seinni hálfleik en hin 16 ára gamla Tomine Enger innsiglaði sigur Valerenga með skallamarki eftir sendingu frá Sædísi.
Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg sem tapaði 3-1 gegn Brann. Þá spilaði Ásdís Karen Halldórsdóttir allan leikinn í 1-1 jafntefli Lilleström gegn Asane.
Aðeins ein umferð er eftir en Valerenga er á toppnum með 72 stig eftir 26 umferðir. Lilleström er í 3. sæti með 43 stig, jafn mörg stig og Rosenborg sem er í 4. sæti.
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur byrjað á bekknum í tveimur síðustu leikjum Wolfsburg en hún kom við sögu síðasta stundafjórðunginn þegar liðið vann 3-0 gegn Hoffenheim í dag. Með sigrinum fór Wolfsburg á toppinn í þýsku deildinni en liðið er tveimur stigum á undan Bayern.
Hildur Antonsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Madrid CFF vann Sevilla 2-1 í spænsku deildinni. Madrid er með tíu stig eftir níu umferðir og situr í 9. sæti.