Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 17:09
Brynjar Ingi Erluson
Tímabilið búið hjá Militao - Sleit krossband í annað sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski miðvörðurinn Eder Militao hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid á þessari leiktíð en hann sleit krossband í 4-0 sigri liðsins á Osasuna í La Liga í dag.

Militao, sem er 26 ára gamall, fór meiddur af velli eftir hálftímaleik í dag og staðfesti Real Madrid eftir leikinn að um krossbandsslit væri að ræða.

Það þýðir að hann verður ekki meira með á þessu tímabili en gæti náð undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð.

Þetta er í annað sinn sem Militao slítur krossband á rúmu ári en hann sleit það síðast í ágúst á síðasta ári og missti af stærstum hluta tímabilsins.

Áföllin dundu fyrir Madrídinga í leiknum. Rodrygo, landi Militao, fór einnig meiddur af velli í fyrri hálfleik, en ljóst er að hann verður ekki með liðinu næstu vikur vegna vöðvameiðsla og það sama á við um bakvörðinn Lucas Vazquez sem var tekinn af velli í hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner