Brasilíski miðvörðurinn Eder Militao hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid á þessari leiktíð en hann sleit krossband í 4-0 sigri liðsins á Osasuna í La Liga í dag.
Militao, sem er 26 ára gamall, fór meiddur af velli eftir hálftímaleik í dag og staðfesti Real Madrid eftir leikinn að um krossbandsslit væri að ræða.
Það þýðir að hann verður ekki meira með á þessu tímabili en gæti náð undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð.
Þetta er í annað sinn sem Militao slítur krossband á rúmu ári en hann sleit það síðast í ágúst á síðasta ári og missti af stærstum hluta tímabilsins.
Áföllin dundu fyrir Madrídinga í leiknum. Rodrygo, landi Militao, fór einnig meiddur af velli í fyrri hálfleik, en ljóst er að hann verður ekki með liðinu næstu vikur vegna vöðvameiðsla og það sama á við um bakvörðinn Lucas Vazquez sem var tekinn af velli í hálfleik.
?????? Real Madrid confirm Éder Militão suffered “complete rupture of the anterior cruciate ligament with involvement of both menisci in the right leg”.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2024
He’s expected to be out for at least 9 months. pic.twitter.com/5f1E2TSDfG
Athugasemdir