Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   mið 09. desember 2020 17:59
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk svarar: Kæri mig ekki um svona fréttaflutning
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, hefur tjáð sig á Twitter um þá umræðu sem hefur verið í gangi og snúist að henni.

„Ég vil svara þeirri umfjöllun sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum um að ég sem leikmaður hafi áhrif á ákvörðun um starf íslenska kvennalandsliðsins. Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig," skrifar Sara.

„Alhæfingar í fjölmiðlum um að ég Sara Björk sé ekki sátt með ákveðinn þjálfara eða ráðningu einhvers þjálfara og að sá aðili myndi ekki fá né halda starfi eru rangar. Þessar ósönnu fullyrðingar skapa ímynd um mig sem er kolröng og ég kæri mig ekki um svona fréttaflutning."

„Ég vil því taka fram að ég sem leikmaður hef alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu. Þegar kemur að ákvarðanatöku um þjálfaramál landsliðs kvenna er hún alfarið í höndum KSÍ eins og áður hefur komið fram."

Valtýr Björn Valtýsson tók það til umræðu í þætti sínum að samkvæmt heimildum sínum gæti Elísabet Gunnarsdóttir ekki tekið við landsliðinu því Sara væri ekki hlynnt því.

Segir að Jón Þór hafi brotið á leikmönnum liðsins
Í skrifum sínum kemur Sara einnig að brottreksti Jóns Þórs Haukssonar.

„Í ljósi atviksins í Ungverjalandi snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þetta mál!"

Uppfært: Sara birti aðra yfirlýsingu fyrir hönd kvennalandsliðsins en hana má lesa með því að smella hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner