Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mið 09. desember 2020 12:59
Elvar Geir Magnússon
Valtýr Björn: Mér sagt að Elísabet verði ekki þjálfari meðan Sara er þarna
Valtýr Björn tekur viðtal á æfingu kvennalandsliðsins.
Valtýr Björn tekur viðtal á æfingu kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðlamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson fer með það í loftið í þættinum Mín skoðun í dag að hann hafi heyrt að Elísabet Gunnarsdóttir muni ekki taka við kvennalandsliðinu því hún og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði séu engar vinkonur.

„Því var gaukað að mér og það er sagan á götunni að Elísabet verði ekki þjálfari á meðan Sara er þarna inni," segir Valtýr í þættinum.

Leitað er að nýjum þjálfara fyrir kvennalandsliðið eftir að Jón Þór Hauksson sagði upp eftir að hafa farið yfir strikið í samskiptum við leikmenn.

Elísabet Gunnarsdóttir er meðal nafna sem hafa verið nefnd enda náð frábærum árangri sem þjálfari Kristinstad í Svíþjóð.

„Ég held að Sara muni aldrei vilja vinna með henni. Mitt fólk segir að Sara muni aldrei gefa grænt ljós á það (að Elísabet verði ráðin)," sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í vikunni og Mikael Nikulásson sagðist hafa heyrt það sama.

„Þú ert með leikmann sem er stærri en sambandið. Þú ert með súperstjörnu í liðinu. Ef hún er ekki sátt þá getur þú ekki verið landsliðsþjálfari, það er ekki flóknara en það. Hún er bara stærsti leikmaður liðsins," sagði Hjörvar í þættinum.

Fótbolti.net telur að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, sé líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari. Logi Ólafsson, Pétur Pétursson og Davíð Snorri Jónasson eru meðal manna sem einnig hafa verið nefndir.
Athugasemdir
banner
banner