Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 09. desember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gullit segir Tite gera mistök í markvarðarvalinu

Ruud Gullit gagnrýnir TIte landsliðsþjálfara Brasilíu að velja Alisson leikmann Liverpool í markið í stað Ederson markvörð Manchester City.


Alisson hefur byrjað alla leikina á HM nema gegn Kamerún í lokaumferð riðlakeppninnar sem Brasilía tapaði 1-0.

„Vandamálið með Alisson er að það slokknar alltaf á honum í augnablik, sérstaklega þegar hann fær boltann í fætur. Þá gerir hann mistök, alveg ótrúlegt. Alltaf svoleiðis, hvernig stendur á því? Ég kann að meta Ederson, meira en Alisson. Hann er svo góður í fótunum," sagði Gullit.

Þetta er erfitt val fyrir Tite enda tveir af bestu markvörðum heims í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner