
Leikur Hollands og Argentínu er ný hafinn en liðin berjast um sæti í undanúrslitum á HM og mæta þar Króatíu.
Hinn 21 árs gamli Jurrien Timber hefur vakið athygli í öftustu línu Hollands en hann kom inn í liðið í 2. umferð gegn Ekvador fyrir Mathias De Ligt og hefur ekki litið til baka síðan.
Hann mun takast á við Lionel Messi í kvöld. Einvígið var til umræðu í HM stofunni.
„Menn telja að hann eigi nánast að vera frakki á honum, hann eigi að klæða sig utan á hann. Ég held að það sé eina leiðin til að stoppa þetta argentíska lið, algjörlega að reyna halda Messi í skefjum. Ég held samt að ef það væri svo einfalt væri Messi líklega ekki Messi," sagði Gunnar.
Arnar Gunnlaugsson bar argentíska liðið saman við það brasilíska sem féll úr leik fyrr í dag.
„Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en bara einn stórkostlegan leikmann. Brasilíumenn voru með fleiri vopn en Argentínumenn, það er bara þessi ótrúlega liðsheild, þeir eru tilbúnir í stríð. Þeir eru með öðruvísi lið og hugarfar en Brasilíumenn eins og við sáum áðan," sagði Arnar.