Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. janúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Hörmuleg tölfræði Willian hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Willian gekk til liðs við Arsenal frá Chelsea í sumar en Chelsea var ekki tilbúið að borga Willian þau laun sem hann taldi sig eiga að fá.

Arsenal ákvað að fá Willian til félagsins og byrjaði hann vel hjá félaginu í fyrsta leik. Hann lagði þá upp þrjú mörk í sigri Arsenal gegn Fulham í fyrstu umferð.

En síðan þá hefur ekkert gengið. Willian hefur verið inn og út úr liðinu hjá Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru orðnir þreyttir á leikmanninum.

Frá því Willian kom til Arsenal hefur hann spilað þrettán leiki og ekki enn tekist að skora mark. Það sem er athyglisvert í tölfræði hans er það að hann hefur einungis átt tvö skot á markið fyrir félagið í öllum keppnum á þessu tímabili.

Arsenal komst áfram í FA bikarnum í gær með sigri á Newcastle eftir framlengingu. Willian var í byrjunarliði Arsenal í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner