Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Björg til norsku meistaranna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er farinn frá Hammarby í Svíþjóð og gengin í raðir Brann í Noregi.

Berglind var samningsbundin Hammarby og því þurftu félögin að ná samkomulagi um félagaskiptin. Hammarby þakkar Berglindi fyrir og minnist sérstaklega á markið hennar gegn AIK í nágrannaslagnum.

Íslenski landsliðsframherjinn skrifar undir tveggja ára samning við Brann.

Brann er ríkjandi meistari í Noregi og var áður undir merkjum IL Sandviken, félögin sameinuðust og heitir félagið nú SK Brann.

„Eins og staðan er núna, þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist í þessum fótboltaheimi," sagði Berglind á fréttamannafundi í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner