Ange Postocoglou, stjóri Tottenham, hefur staðfest að Rodrigo Bentancur sé kominn heim til sín af sjúkrahúsinu. Bentancur fór af velli á börum í sigrinum gegn Liverpool í vikunni.
„Góðar fréttir. Hann var á sjúkrahúsi og gekkst undir skoðanir sem leiddu í ljós að allt væri í lagi. Það er allt í góðu. Honum líður vel," segir Postocoglou.
„Sem betur fer virðist þetta hafa verið heilahristingur og ekkert meira."
„Góðar fréttir. Hann var á sjúkrahúsi og gekkst undir skoðanir sem leiddu í ljós að allt væri í lagi. Það er allt í góðu. Honum líður vel," segir Postocoglou.
„Sem betur fer virðist þetta hafa verið heilahristingur og ekkert meira."
Þessi 27 ára úrúgvæski miðjumaður féll niður eftir að hafa kastað sér fram til að skalla boltann eftir horn. Hann fékk aðhlynningu á vellinum í um níu mínútur áður en hann fór í skoðun á sjúkrahúsi.
„Hann spilar ekki alveg strax. Við þurfum að fylgja reglum til að ganga úr skugga um að allt sé í fínu lagi."
Tottenham vann Liverpool 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Næsti leikur liðsins er gegn utandeildarliðinu Tamworth í FA-bikarnum á sunnudag.
Athugasemdir