Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bobb byrjaður að æfa á ný
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Oscar Bobb er snúinn aftur til æfinga eftir að hafa verið frá í fimm mánuði.

Þessi 21 árs leikmaður fótbrotnaði eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu með City á undirbúningstímabilinu.

Bobb verður ekki klár í bikarleikinn gegn Salford á morgun en Pep Guardiola fagnar að hann sé að snúa aftur.

„Oscar er þegar farinn að æfa að hluta með liðinu. Það eru góðar fréttir að hann að koma til baka," segir Guardiola.

Þá er það að frétta af leikmannamálum City að Rúben Dias er á góðri leið í sínu bataferli en er ekki orðinn leikfær. Markvörðurinn Ederson, sem hefur ekki spilað síðan 15. desember, er klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner