Færeyska fótboltasambandið hefur tilkynnt að VAR myndbandsdómgæsla verði tekin upp í færeysku Betri deildinni frá og með næsta ári, 2026.
Tilraunir verði gerðar í ár og svo verði fyrsta skrefið að VAR verði í einum leik í umferð í deildinni auk þess að vera notað í síðustu umferðunum í bikarnum á næsta ári.
Færeyingar byrjuðu fyrst að prófa VAR árið 2023 í yngri flokka leik í Þórshöfn og þótti sú tilraun heppnast framar vonum.
Tilraunir verði gerðar í ár og svo verði fyrsta skrefið að VAR verði í einum leik í umferð í deildinni auk þess að vera notað í síðustu umferðunum í bikarnum á næsta ári.
Færeyingar byrjuðu fyrst að prófa VAR árið 2023 í yngri flokka leik í Þórshöfn og þótti sú tilraun heppnast framar vonum.
Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður í dómaramálum hjá KSÍ, sagði í viðtali við Fótbolta.net nýlega að það væri raunhæft að stefna á að taka upp VAR í íslenska boltanum á næsta ári.
„Við erum á fullu að vinna í því að skoða möguleikana, ferlið og hugsanlegan kostnað við þetta. Við höfum verið að ræða við fyrirtæki sem gætu komið með okkur inn í þetta," segir Þóroddur.
„Ég legg áherslu á að við gerum þetta í góðu samstarfi við félögin. Sama hvað fólki finnst persónulega um VAR þá er þetta komið til að vera og við þurfum að horfast í augu við það og hljótum að ætla að taka þátt í því."
Athugasemdir