Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 10. febrúar 2020 18:00
Magnús Valur Böðvarsson
Fjögur ný lið í 4. deildinni
Kindin og gullni hringurinn í merki uppsveitarmanna
Kindin og gullni hringurinn í merki uppsveitarmanna
Mynd: ÍBU
Merki KFB liðsins
Merki KFB liðsins
Mynd: KFB
Saint Paul Edeh er þjálfari Skandinavíu
Saint Paul Edeh er þjálfari Skandinavíu
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það verða fjögur ný lið sem hyggja að þátttöku í 4.deild karla á árinu ef marka má þátttöku liðanna í Mjólkurbikarkeppninni en þetta eru liðin Blix, ÍBU, KFB og Skandinavía. Fótbolti.net ákvað að kynna sér liðin aðeins nánar.

Blix

Blix er nýjasta afkvæmið úr röðum uppeldisstarfsins úr Breiðablik en þar munu gamlir Blikar og Augnablikar, sameinast ungum 2.flokks drengjum úr Breiðablik sem eru að taka sín fyrstu skref.
Bjartur Þór Helgason er þjálfari liðsins.

Blix mun spila heimaleiki sína á gervigrasinu í Fagralundi og spila í hvítum búningum með græna varabúninga. Þeirra bíður erfitt verkefni í fyrsta opinbera leik liðsins en þar mæta þeir Njarðvíkingum.

ÍBU - Íþróttabandalag Uppsveita

Íþróttabandalag uppsveita mun taka þátt í fyrsta skipti í 4.deildinni þetta sumar en um er að ræða drengi úr uppsveitum Árnessýslu það er að segja Hrunumannahreppi, Biskupstungum, Laugavatni, Skeiða og Gnúpverjahreppi og Grímsnesi. Liðið mun spila heimaleiki sína á Flúðum.

Hluti leikmanna liðsins mun hafa reynslu af neðri deildum á Íslandi en þjálfari liðsins er Elvar Már Svansson og mun liðið spila í rauðum búningum með svarta varabúninga. Strákarnir hafa hannað merki fyrir félagið en í því má finna kind sem væntanlega á að lýsa uppeldi þeirra í sveitinni ásamt gulum útlínum gyllta hringsins svokallaða. Liðið hefur tekið þátt í vetrarmóti neðradeildarliða í janúar og febrúar og uppskorið einn sigur hingað til. Fyrsti opinberi leikur liðsins verður í mjólkurbikarnum gegn liði SR.

KFB - Knattspyrnufélagið Bessastaðir

KFB er einskonar afkvæmi Álftaness með það hlutverk að styðja betur undir unga stráka sem hafa ekki fengið tækifæri með Álftanesi sem leikur í 3.deild karla. Með í för verða svo nokkrir reynsluboltar sem annað hvort hafa hætt eða eru að minnka við sig æfingasókn. Liðið hefur leikið í vetrarmótinu fyrrnefnda en tapað öllum þrem leikjum sínum, þó naumlega gegn reyndari 4.deildarliðum.

Þjálfari liðsins er Örn Ottesen Arnarson og mun liðið líklega spila á Bessastaðavelli í svörtum og rauðum búningum með al hvíta varabúninga samkvæmt upplýsingum frá þeim en ekki er búið að ganga frá þeim málum að fullu. Þeir mæta Víði frá Garði í sínum fyrsta leik í Mjólkurbikarkeppni KSÍ

Skandinavía

Skandinavía er knattspyrnulið stofnað og þjálfað af Saint Paul Edeh en hann var liðtækur markaskorari í neðri deildunum hér á árum áður en hann kom upphaflega til Fram. Skandinavía hefur verið að safna liði og skilgreinir sig sem stolt félag með leikmenn með mismunandi uppruna og vil einnig hafa innfædda leikmenn innan sinna raða en leikmannahópur liðsins er ekki orðinn endanlegur sem stendur.

Skandinavía leikur í gulum búningum og varabúningar liðsins eru hvítir og bláir. Merki félagsins er einkar glæsilegt gult að lit með rómverskan hermann henda spjóti en liðið hefur spilað í vetrardeild neðri deildarliða en ekki náð að vinna leik hingað til. Þeirra fyrsti opinberi leikur verður gegn Kórdrengjum í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner