Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 10. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fordómar í garð leikmanns Man Utd - „Ógeðslegt"
Lauren James í leik með Man Utd.
Lauren James í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Casey Stoney, þjálfari kvennaliðs Manchester United, segir það ógeðslegt að Lauren James, leikmaður liðsins, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum.

Fjölmargir fótboltamenn hafa orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. James, sem er ein efnilegasta fótboltakona heims, er þar á meðal.

James birti skjáskot á Instagram á mánudag þar sem hún greindi frá því að hún hefði orðið fyrir kynþáttafordómum. Bróðir hennar Reece, sem spilar fyrir Chelsea, hefur einnig orðið fyrir kynþáttafordómum.

Stoney var spurð út í málið á fréttamannafundi og sagði hún: „Ég tala við Lauren á hverjum degi. Hún er 19 ára gömul, gleymum því ekki."

„Það er erfitt að skilja, sem hvít manneskju, hvað hún gengur í gegnum á hverjum degi og hvað hún upplifði þegar hún var að alast upp."

„Þetta er ógeðslegt. Algjörlega ógeðslegt. Ég held að stjórnvöld og aðrir sem stjórna þurfi að gera miklu meira til að stýra samfélagsmiðlum."

Stoney segir að samfélagsmiðlar þurfi að gera meira til að vernda fólk.
Athugasemdir
banner
banner