Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 10. febrúar 2021 09:11
Elvar Geir Magnússon
Létu andstæðingana vita að þeir væru með ólöglegan mann
Erik Pieters var skráður á leikskýrslu Burnley fyrir leikinn gegn Bournemouth í gær.

Stjórnendur Bournemouth voru meðvitaðir um að Pieters átti að taka út leikbann í leiknum og létu andstæðinga sína vita fyrir leik. Burnley tók þá leikmanninn af skýrslunni.

Íþróttamannsleg framkoma hjá Bournemouth sem síðan vann leikinn og komst í 8-liða úrslit FA-bikarsins.

Sam Surridge og Junior Stanislas skoruðu mörk Bournemouth.


Athugasemdir