Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 14:58
Aksentije Milisic
Glódís lék allan leikinn þegar Bayern valtaði yfir Köln
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Glódís Perla Viggósdóttir var að venju í liði Bayern Munchen í dag en þær mættu Köln á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni.


Bayern er á toppnum en Köln er í níunda sætinu og áttu gestirnir ekki í nokkrum vandræðum með Köln í dag.

Linda Dallmann, Lea Schüller, Georgia Stanway og Jovana Damnjanovic skoruðu mörk gestanna og þá var eitt markanna sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 0-3.

Glódís lék allan leikinn en Bayern er með fjórum stigum meira heldur en Wolfsburg sem situr í öðru sætinu. Wolfsburg á þó einn leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner