Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   mán 10. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnbogi Laxdal aftur í Kára (Staðfest)
Finnbogi er hér lengst til vinstri á myndinni.
Finnbogi er hér lengst til vinstri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Finnbogi Laxdal er genginn aftur í raðir Kára eftir að hafa leikið með Haukum í fyrra.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Kári fær til sín fyrir komandi tímabil en liðið komst upp úr 3. deild í fyrra.

Finnbogi hóf meistaraflokksferil sinn með Kára árið 2021, þá á 2.flokks aldri og lék hann með liðinu í tvö ár.

Árið 2023 lék hann nokkra leiki með ÍA í Lengjudeildinni og Mjókurbikar áður en hann samdi við Hauka og lék þar næstu tvö árin.

„Samtals á Finnbogi 86 KSÍ leiki með meistarflokki og hefur í þeim skorað 11 mörk. Frábær liðsstyrkur fyrir komandi tímabil!" segir í tilkynningu Kára.
Athugasemdir
banner