Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stefán Óli í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markvörðurinn Stefán Óli Hallgrímsson er búinn að samþykkja samning við Grindavík og mun hann spila með liðinu í sumar.

Stefán Óli var hjá Víkingi Ólafsvík í fyrra og lék 8 leiki í 2. deildinni ásamt því að spila í bikarleikjum.

Stefán er fæddur 2002 og uppalinn hjá Völsungi. Hann hefur spilað fyrir Völsung og Einherja á ferlinum.

Hann hefur aldrei spilað í Lengjudeildinni og gæti fengið tækifæri til þess með Grindvíkingum, sem fengu 26 stig úr 22 umferðum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner