Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjú systrapör spiluðu með Keflavík
Mynd: Keflavík
Keflavík og Breiðablik áttust við í Lengjubikarnum á dögunum í leik þar sem stórveldi Blika hafði betur og skóp tveggja marka sigur.

Það hefur þó vakið athygli að þrjú systrapör tóku þátt í leiknum fyrir Keflavík.

Aníta Lind og Eva Lind Daníelsdætur, Anna og Brynja Arnarsdætur og Salóme Kristín og Telma Sif Róbertsdætur léku allar í tapinu.

Fimm þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd, en á hana vantar Evu Lind sem meiddist eftir um klukkutíma leik og þurfti að fara á sjúkrahús í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner