Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot hefur lítið sofið eftir leikinn í París
Mynd: EPA
Það er stórleikur á Anfield á morgun í Meistaradeildinni þegar Liverpool fær PSG í heimsókn.

Liverpool er með 1-0 forystu eftir ótrúlegan leik í París í síðustu viku. PSG var með öll völd á vellinum en Alisson átti frábæran leik og Harvey Elliott skoraði markið undir lokin þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður.

Það hefur verið talað um að umræðan í París sé sú að PSG hafi spilað erfiðari leiki í Meistaradeildinni, m.a. gegn Arsenal og Bayern.

„Ég hef heyrt þetta. Ég held að það hafi meira að gera með að PSG er orðið miklu betra undanfarna tvo til þrjá mánuði. Ég sá báða leikina gegn Arsenal og Bayeren og þeir hafa bætt sig og breyst síðan þá," sagði Arne Slot stjóri Liverpool á fréttamannafundi í dag.

„Í svona viku dreymir þig ekki neitt. Við verðum að leggja mjög mikið á okkur til að undirbúa liðið sem best. Ég reyni að gera það í hverjum leik, ef maður spilar eins og í síðustu viku hugsar maður: 'Getur maður sofið eitthvað? Eða á ég að horfa enn meira á leikinn?'" Sagði Slot.

„Við erum spenntir fyrir morgundeginum, það bíða allir spenntir eftir svona leik. Á Anfieeld, tvö frábær lið að mæta hvort öðru."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner