Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Fær nýjan samning hjá Man Utd þrátt fyrir slakt gengi á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að bjóða Marc Skinner, þjálfara kvennaliðsins, nýjan samning þrátt fyrir ömurlegt gengi á tímabilinu en Athletic segir frá þessum tíðindum.

Á síðustu leiktíð komst United í úrslitaleik enska bikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu en gengið á þessu tímabili hefur verið langt undir væntingum.

Liðið er sex stigum frá Meistaradeildarsæti þegar fjórir leikir eru eftir og hefur stuðningsfólk félagsins reglulega kallað eftir því að félagið sparki Skinner úr starfi.

Sir Jim Ratcliffe keypti 27,7 prósent hlut í félaginu í febrúar og sér nú um öll fótboltamál félagsins, en Athletic greinir frá því að félagið hafi boðið Skinner nýjan samning.

Stuðningsfólk er afar ósátt með þessi tíðindi en það var að búast við að hann yrði rekinn. Margir leikmenn eru að renna út á samningi í sumar þar á meðal enska landsliðskonan Mary Earps, en stuðningsfólkið hefur áhyggjur af því að lykilkonur liðsins yfirgefi félagið ef Skinner verður áfram.

United er komið í undanúrslit enska bikarsins en mætir þar Chelsea, sem einmitt vann United í úrslitum á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner