Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðaður við Man Utd - Er á lista hjá fleiri stórliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski landsliðsmarkmaðurinn, Bart Verbruggen, er í dag orðaður við Manchester United. Verbruggen er markmaður Brighton í ensku úrvlasdeildinni og hefur vakið athygli með öflugri frammistöðu undanfarin tvö tímabil.

Verbruggen, sem verður 23 ára í ágúst, kom frá Anderlecht til Brighton árið 2023 og er aðalmarkmaður liðsins. Hann spilaði rétt rúmlega helming leikja liðsins á síðasta tímabili og hefur verið fastamaður á þessu tímabili.

Síðustu vikur hefur hann verið orðaður við Bayern Munchen og Barcelona og í dag er hann orðaður við United.

United er sagt í markmannsleit, Andre Onana er aðalmarkmaður United en hann hefur ekki átt gott tímabil.

Verbruggen er sagður kosta um 60 milljónir punda en hann kostaði Brighton um 17 milljónir punda sumarið 2023. Hann er samningbundinn til sumarsins 2028 og engin pressa á Brighton að selja kappann.

Gregor Kobel (Dortmund), Senne Lammens (Antwerp) og James Trafford (Burnley) hafa einnig verið orðaðir við United að undanförnu.
Athugasemdir