Goal hefur tekið saman lista yfir átta markverði sem Manchester United gæti reynt að fá í sumar í staðinn fyrir Andre Onana.
Onana er á sínu öðru tímabili með Man Utd en hann hefur ekki sannað það að hann sé nægilega góður fyrir félagið.
Onana er á sínu öðru tímabili með Man Utd en hann hefur ekki sannað það að hann sé nægilega góður fyrir félagið.
Athygli vekur að á lista Goal er David de Gea, fyrrum markvörður Man Utd. Hann var aðalmarkvörður United til margra ára áður en Onana tók við keflinu.
De Gea er í dag markvörður Fiorentina á Ítalíu og þar hefur hann staðið sig vel. „Onana hefur reynst slakari kostur en hinn 34 ára gamli De Gea. Heimkoma er ólíkleg fyrir De Gea en samkvæmt The Athletic sagði spænski markvörðurinn við vini sína að hann væri tilbúinn að snúa aftur ef Erik ten Hag og John Murtough yfirgæfu félagið. Núna hefur það gerist en það er spurning hvort Rúben Amorim sé opinn fyrir því að krækja í hann."
Annar fyrrum markvörður Man Utd er á listanum, Matej Kovar sem er núna hjá Bayer Leverkusen. Hann fékk ekki mörg tækifæri á Old Trafford.
Öll nöfnin á listanum:
Gregor Kobel - Borussia Dortmund
Senne Lammens - Royal Antwerp
Bart Verbruggen - Brighton
Jan Oblak - Atletico Madrid
James Trafford - Burnley
David de Gea - Fiorentina
Matej Kovar - Bayer Leverkusen
Zion Suzuki - Parma
Athugasemdir